Jólaskreytingar

Skrapp í Kringluna í dag (í fyrsta sinn í lengri tíma) til að endurnýja sólhattsbirgðirnar (echinaforce). Merkilegt nokk en ég fæ ekki kvef eftir að ég fór að taka sólhattinn reglulega (2-3 töflur 3-4 sinnum á dag).

Sá að þeir voru í óðaönn að henda upp jólaskreytingunum, enda ekki nema 7 vikur í jólin, hver er að verða síðastur! Ég er annars byrjaður að skreyta fyrir 17. júní sjálfur, maður má ekki vera síðastur!

Eða þannig. Annað sem pirraði mig í þessari Kringluferð voru 17 ára aularnir sem tóku handbremsubeygju á verulegum hraða á fullu bílastæði, og mér sýndist ekki muna nema nokkrum sentimetrum á að þeir rækju afturendann í næsta bíl. Það vantar svo mikið í hausinn á svo mörgum, þessir afglapar á bílnum með einkanúmerinu HJÖRDÍS eru væntanlega á góðri leið með að verða að umferðartölfræði, 21 látinn í umferðinni í ár, og þessir virðast ekki eiga langt í það að valda slysi.

Ég reyndist svo ekki sannspár, bæði Lazio og Lyon fallin út í meistaradeildinni. Þetta er bara ekki mitt tímabil í boltanum!

Áhugavert lesefni:

Comments are closed.