90 einingar fyrir rúma milljón

Í dag komu tvær síðustu einkunnirnar í hús og hef ég því lokið 90 einingum við Háskólann í Reykjavík. Þetta hefur tekið 11 annir, þar af hafa 3 þeirra verið eingöngu skóli en hinar 8 verið vinna og skóli saman.

B.Sc.-gráðan í tölvunarfræðum er því loksins mín, rétt náði henni fyrir 29 ára afmælið í sumar.

Heildarkostnaður vegna skólagjalda er tæp 900 þúsund og bókakostnaður líklega um 250 þúsund eða meira.

Annars er nú eitt ár liðið frá því að íslenski tölvuleikurinn EVE hóf göngu sína formlega (eftir margra ára þróun og prófanir). Í dag varð því hann Riddari minn eins árs gamall. Nú spila um 5.000 til 7.000 manns EVE í einu og metið er yfir 10.000 leikmenn í einu. Til hamingju með það CCP og Matti sem kom mér inn í leikinn.

Comments are closed.