Klámyrði og skráadreifing

Þetta er nú kannski ekki eins gróf færsla og titillinn gefur til kynna.

Var bent á þennan gjöranda sem býr til af handahófi slangur yfir sjálfsfróun. Nytsamlegt fyrir klámhöfunda býst ég við sem og unglingsstráka.

Rakst svo á áhugaverða hugmynd á Wired um að nota RSS og BitTorrent til að vera viss um að fá alltaf nýjustu skrárnar til sín. Þá gæti ég til dæmis búið til fleiri myndbönd, sett upplýsingar um þau nýjustu í RSS skrá og þá nær tölva einhvers félaga míns sjálfkrafa í þau án þess að hann þurfi að smella á takka. Svo þegar hann sest næst við tölvuna hafa skrárnar bara dúkkað upp í möppu hjá honum án fyrirhafnar hans.

Soldið spennandi.

Comments are closed.