Bútar úr Scotsman

Mér hafa alltaf fundist sekkjapípur töff og fagna því að yfirvöld í Edinborg ætli að smella þeim í námsskrá. Verst hvað sekkjapíputónlist er oft einsleit en hún er ofsalega töff.

Annars hafa ýmsir í Skotlandi leitað á náðir tónlistarinnar til að fæla ungt fólk í burtu sem hangir þar sem aðrir vilja helst ekki hafa það. Í þetta sinn dugði Bach til.

Allir kannast við máltækið um feitu óperusöngkonuna en þær geta víst verið það feitar að þær eru reknar.

Comments are closed.