Oddsson og Ásgrímsson vita betur en Blair?

Ekki stoppaði það á sínum tíma þá Blair, Bush og Oddsson að segja heiminum hversu hættulegur maður (það er nokkuð ljóst að hann er vondur) Saddam Hussein væri þar sem hann réði yfir “gjöreyðingarvopnum” (les: GEV, eitthvað sem getur drepið þúsundir í einu) þó svo að til dæmis Blair viðurkenni nú að hann hafi ekki hugmynd hvort að satt væri.

Oddsson og Ásgrímsson sögðust báðir hafa séð nóg af gögnum til að þessi GEV (WMD) væru klárlega brýnt mál að redda. Hvorugur hefur svarað erindi mínu varðandi hvaða sannanir þeir hefðu séð. Þessir yfirlýsingar Blairs hljóta að kalla á að þessir kumpánar segi hvað þeir vissu og hverju þeir lugu að okkur.

Comments are closed.