Hilmar?

Hilmir snýr heim? Jæja, við fórum að minnsta kosti í kvöld á lok þríleiksins um bauginn.

Þetta er búið að vera stigbatnandi, mér finnast enn vera þarna atriði inn á milli sem eru ofurlítið pínleg en það týnist í stærð myndanna. Fyrsta myndin fannst okkur frekar slöpp, númer tvö var mun betri og ætli þessi sé ekki bara toppurinn af þeim.

Skil sem áður ekki í fólki sem fer með börn vel undir 10 ára aldri. Enn fremur pirrar mig ósegjanlega fólk sem er að senda SMS og stunda þess konar símavændi á miðri mynd. Ég held ég fari bara að vaða í svona fólk í framtíðinni, ef það nennir ekki að vera í bíó getur það bara farið annað.

Comments are closed.