Umsnúinn

Sigurrós var hjá mömmu sinni í nótt og ég greip tækifærið og umturnaði rúminu okkar þannig að það er nú 90° á fyrri stefnu. Ég svaf eins og engill og snúsaði í 3 tíma í morgun, alveg fram til hádegis. Hvort það er umturningum eða einfaldri þreytu að kenna veit ég ekki. Sigurrós verður svo auðvitað að gefa sitt samþykki svo þetta fái að snúa svona. Yfirleitt er það nú þannig að það hafa verið konurnar (mamma, tengdó og konan) sem hafa fært húsgögn til og frá en þarna greip ég tækifærið fyrst ég var einn mín liðs.

Ameríka er svo óhuggulega dugleg að stimpla sig inn á stríðsglæpalista heimsins, engin réttarhöld, engin mannréttindi virt. Rapp-tónlist og svefnleysi hljómar ekki svo svakalega en ég er nokkuð viss um að það er algjört helvíti ef maður lendir í því. Það hefur verið nógu svakalegt að vaka 40 tíma þegar maður hefur lent í því.

Comments are closed.