Boltaspeki

Fjölskylduhagir virðast hafa áhrif á það hvaða stöðu krakkar leika í knattspyrnu. Einbirni eru víst oft markmenn á meðan að sóknarmenn koma úr mannmörgum systkynahópum. Sjálfur er ég elstur fjögurra bræðra og alltaf verið “sweeper”.

Svo virðist sem að knattspyrna er holl fyrir hjartað svo lengi sem liðið þitt vinnur. Að horfa á liðið tapa hefur hins vegar þveröfug áhrif.

PETA eru svo að fara í gang með viðurstyggilega herferð í Ameríku þar sem þau ætla að herja á börnin og segja þeim að mæður þeirra séu dýramorðingjar af því að þær ganga í pelsum. Loka svona siðblindingja inni, efast um að jafnvel Peter Singer gúteri svona.

Comments are closed.