Magnað

Alveg mögnuð nótt. Sofnaði um eittleytið og fyrir utan smá gelt klukkan hálf-sex í morgun þá svaf ég til ellefu. Líklega jafnmikill svefn og alla síðastliðna viku samtals.

Lyfin eru að virka, lungu og háls að komast í samt lag hægt og rólega en grey maginn og nýrun fá virkilega að vinna fyrir því að brjóta niður lyfin. Úff… eins og það sé steypukúla föst við bringspalirnar.

Fengum í kvöld örheimsókn frá Bjarna og Unni.

Comments are closed.