Stórafmælisdagur

Pabbi átti fimmtugsafmæli í dag og í tilefni af því ákvað ég að skjótast út úr húsi til að heilsa upp á hann og gesti hans. Entist því miður ekki lengi sökum hóstakasta en held að þetta hafi heppnast mjög vel hjá honum.

Félagið hans pabba gerðir sér svo lítið fyrir í tilefni dagsins og vann mitt félag, QPR vann Sheffield Wednesday með 3 mörkum gegn engu.

Svo vill til að mamma á afmæli sama dag og pabbi, við rétt litum inn til hennar og óskuðum henni til hamingju með árin 47 sem og nýja heimilið áður en við fórum heim með mig geltandi á allt og alla.

Comments are closed.