Sjúkralíf, símalíf og Warp snillingar

Sjúkralíf

Voðalega er ég orðinn ÓGURLEGA pirraður og þreyttur á því að vera geltandi alla daga og nætur. Það er lítill svefn sem maður hefur fengið undanfarna daga og hálsinn logar að innan þrátt fyrir ýmiss konar hjálparmeðul sem duga ekki til.

Símalíf

Fór í gær og fékk mér GSM-reikning hjá OgVodafone. Um leið gat ég uppfært nettenginguna okkar þannig að hún verður nú tvöfalt meiri hjá okkur. Það ætti vonandi að sjást hraðaukning þegar vefirnir okkar eru skoðaðir og þá einkum myndasöfnin.

Aðalástæðan fyrir skiptunum frá Símanum GSM eru þau þó að þar á bæ voru þeir að hækka flestöll gjöldin, þar sem heimilissíminn, Sigurrós og flestir sem ég tala við eru hjá OgVodafone þá hefði þetta farið að telja verulega. Ég get að auki ekki alveg samþykkt að fyrirtæki sem skilar 1,6 milljarði í hagnað þurfi að hækka gjaldskrána hjá sér. Ég er því alfarinn yfir til OgVodafone með öll mín viðskipti.

Tónlist

Warp Records, sem eru ofarlega á lista hjá mér yfir góð plötufyrirtæki, ætla samkvæmt nýjustu fréttum að gera ALLT tónlistarsafn sitt aðgengilegt á netinu gegn vægu gjaldi fyrir hvert lag. Að auki verða engar aukaverkanir eins og að einungis sé hægt að spila viðkomandi lag á einni tölvu eða þess háttar. Hljómar alveg brilljant

Comments are closed.