Hóstað alla nóttina

Tja ekki var þetta nú nógu sniðugt. Svaf ekki í nema tvo tíma í nótt, restina lá ég eða sat hóstandi og snýtandi mér. Fór svo í próf klukkan 13 og er ekki að búast við glæsilegum niðurstöðum í ljósi fyrrnefndra athafna. Einstaklega pirrandi og ekki víst að ástandið verði mun betra í nótt, við höfum verið að keppast við að hósta undanfarnar nætur.

Í Perú eru harðvítugar deilur í gangi þannig að unglingaliðin leika nú í stað meistaraflokkana og það mælist ekki alls staðar vel fyrir eins og ólætin sem hindruðu einn leikinn stefndu að og tókst að ná.

Svo vissi ég ekki þetta um krókódílana.

Comments are closed.