Bland í poka

Skóli

Við Óskar erum búnir að vera að læra fyrir prófið á þriðjudaginn. Gífurlega mikið efni sem var farið yfir, fengum okkur bland í poka til að halda sykurstiginu háu.

Fótbolti

Rakst á grein sem fær mann til að sannfærast enn meir um af hverju við sem ekki erum áhangendur Arsenal, Chelsea og Man Utd ættum að halda með Chelsea í baráttunni um enska titilinn.

Það er að minnsta kosti nokkuð í það að mínir menn komist aftur í baráttuna um titilinn, töpuðu í dag fyrir Colchester!

Tölvur

Nýja ofurtölvan sem er smíðuð úr hundruðum Macintosh-véla (sem almenningur getur fengið út í verslun) lenti í 3ja sæti sem hraðvirkasta ofurvélin. Ekki slæmt þar sem hún er ódýrust þeirra efstu líka. Skilst reyndar að hún noti rafmagn á við meðalþorp.

DMCA lögin í Ameríku hafa bundið hendur margra tæknifyrirtækja en einstaka dómarar sjá þó skóginn fyrir trjánum og leyfa framleiðendum til dæmis að búa til allsherjar bílskúrshurðaopnara. Framleiðandi vildi sumsé ekki að hægt væri að nota aðrar fjarstýringar en hans eigin á útbúnað frá sér í skjóli þessara laga.

Mannréttindi

Ný lög um bann við fóstureyðingum þó að líf móður sé í hættu voru samþykkt í Bandaríkjunum nýverið, rakst á grein um þessa vondu þróun þar sem líf ófædd barns er rétthærra en líf móðurinnar.

Comments are closed.