Síðasti skóladagurinn

Skóli

Í dag var síðasti hefðbundni skóladagurinn. Eftir helgina verður svo skuggalegt stærðfræðipróf og svo forritunarmál í vikunni þar á eftir.

Mannréttindi

Grikkir voru nú ekkert að fela sambönd fullorðinna manna og drengja á sínum gullaldartíma. Nú hefur hins vegar sjónvarpsstöð þarlendis verið sektuð um 100 þúsund evrur fyrir ósiðlegt efni. Syndin var sú að sýna koss tveggja karlmanna.

Einkalíf

Fórum í dag eftir skóla til mömmu og sóttum þar allra síðasta dótið mitt. Stofan okkar hefur nú breyst nokkuð með sófanum og svo nýjustu viðbótinni sem eru fermingargræjurnar mínar. Við höldum þeim eingöngu vegna plötuspilarans. Spiluðum nokkrar plötur í kvöld, stefnan er sú að taka afrit af þeim og brenna á geisladiska.

Comments are closed.