Guðsótti

Ég held það sé farið að styttast heldur betur í annan endann hjá kirkjunni á Vesturlöndum (hún hefur enn gríðarleg tök í Suður-Ameríku).

Hlutir eins og að kalla samkynhneigð illa og álíka gáfulegheit eru að einangra hana æ meir. Mótmælendastefnan er hægt og rólega að þynnast út til að koma til móts við tíðarandann, henni er það nauðugur einn kostur enda væri hún horfin ef hún gerði það ekki. Ráðherrarnir í dag eru þó enn af gamla biblíuskólanum og eru handvissir að Íslendingar séu kirkjuræknir og fullir guðsótta. Mín kynslóð er langt frá því.

Kynslóð flestra ráðherra er hins vegar alveg gallhörð á því að kirkjan eigi að vera aðal, ræða Björns Bjarnasonar í dag ber þess vitni.

Ég gæti krufið einstaka punkta ræðunnar í þaula, hvernig heimurinn væri betri ef allir færu meira eftir 2000 ára gömlum munnmælasögum og þess háttar en eftirlæt það verk öðrum sem eru eflaust áfjáðir í það.

Orðið guðsótti er annars áhugavert… þeir hafa aldrei þótt fínn pappír sem hafa byggt vald sitt á ótta þegna sinna.

Comments are closed.