Hringheimur

Kláraði í gær að lesa The Science of Discworld II: The Globe. Frábær bók alsveg eins og fyrirrennari hennar. Hér fáum við að sjá Terry Pratchett sem heimspeking og vitnað í fjölmörg atriði í bókum hans og betra ljósi varpað á þau. Þetta er ekki alvöru Discworld-skáldsaga, þetta er frábærlega skrifað heilaefni og alveg að mínu skapi þó ég sé ekki alltaf sammála fræðimönnunum.

Þeim sem þjást af ýmsum fóbíum er svo bent á að spila tölvuleiki tengdum þeim, vísindamenn hafa til dæmis unnið með köngulóarfælni með því að nota Half-Life.

Heilsan fer batnandi, hitinn að minnka en ég er argandi hás.

Árslangri einsemd okkar hér í risinu er svo víst að ljúka, nýju nágrannarnir voru að flytja inn eftir 6 mánaða framkvæmdir, áður hafði íbúðin staðið auð en ekki í sölu í 6 mánuði eftir að gömlu hjónin fóru í heldrimannaíbúð.

Comments are closed.