Já… klukkan fimm í nótt fór ég í ofboði á salerni heimilisins og var þar í klukkutíma. Heilsan var ekki mikið skárri þegar ég vaknaði stuttu síðar til að mæta í vinnu, ég var því heima við í dag en gerði mitt besta til að redda málum í vinnunni með því að liggja í símanum.
Sigurrós var ekki mikið skárri sökum hita en mætti þó til vinnu.
Gullkorn dagsins er:
We have a unique form of government where we recognize our rights do not come from a king or a ruler but from God
Þetta segja mennirnir sem ætla að setja “In God We Trust” á opinberar byggingar. Þeir kannast ekki alveg við það hvernig aðrir valdhafar, þar með taldir flestir kóngar, segjast hafa þegið vald sitt einmitt frá Guði. Snillingar þessir nýíhaldsmenn.