Títuprjónn

Jæja ég gæti eytt mörgum orðum í íslenska nýíhaldsmenn (e: neoconservatives) en ég held að þessi hugmynd dæmi sig sjálf:
Björn hvetur til stofnunar varnarsveitar hér á landi

Fyndið samt að þeir nefna sig frjálshyggjumenn! Sorglegt kannski frekar?

Að skemmtilegri tíðindum, stafrænar myndavélar eru orðnar það góðar og stjörnukíkjar viðráðanlegir fyrir áhugamenn að áhugamenn eru að taka myndir sem jafnast á við milljarða króna tæki. Þessi mynd er ofurflott… hún sýnir Merkúr eins og títuprjón fyrir framan Sólu.

Nokkrir annmarkar á Google eru nefndir hér, dæmi um ofgnótt upplýsinga sýnist manni.

Að lokum má nefna það að vísindamenn eru að búa til músagildrur sem nota ekki beitu en eru búnar til úr plasti og súkkulaði sem er brætt inn í það.

Comments are closed.