Um helgina réðust úrslit í fótboltanum á meginlandinu. Mínir menn í Lyon náðu að halda franska meistaratitlinum (þrátt fyrir tap í síðasta leik). Mínir menn í Lazio enduðu í fjórða sæti sem er bara þokkalegt miðað við það að félagið er nær gjaldþrota og seldi hálft byrjunarliðið. Mínir menn í Sheffield Wednesday voru hins vegar fallnir í aðra deildina, einnig gjaldþrota og löngu búnir að selja þá sem eitthvað gátu.
Pavel Nedved sem er minn maður í boltanum varð meistari með Juventus og kom liðinu í úrslitaleikinn í Evrópukeppni stórra liða… en nældi sér í gult spjald og getur því ekki tekið þátt í þeim magnaða viðburði.
Á meðan að Bill Clinton virðist vera gull af manni þá eru bandarískir þingmenn nú farnir að velta því fyrir sér að þessi írönsku stjórnvöld séu nú frekar hættuleg heimsfriði og það sé best að skipta þeim út. Rétt upp hendi sá sem ekki sér kaldhæðnina í þessu.