Stórsigur

Sheffield Wednesday hefur ekki tapað leik núna í talsverðan tíma og unnu í dag stórsigur, 7-2 á móti Burnley á útivelli. Þetta breytir því þó ekki að hræðileg frammistaða mánaðanna á undan hefur komið þeim niður í aðra deildina.

Áhugamenn um eimreiðar og tónlist fá smá fróðleiksmola um Casey Jones á þessari síðu.

Hljómsveitin Dixie Chicks lenti í miklum hremmingum þegar þær lýstu því yfir að þær væru á móti hernaði Bandaríkjanna í Írak. Þær ætla nú að svara fyrir sig með því að sitja naktar fyrir.

Góðar fréttir svo úr heimi samskiptanna, lögfræðingaher bíður ósigur fyrir skynseminni.

Comments are closed.