Soffía sjötug, stórveldi fellur

Enn og aftur tek ég mér frí frá verkefnavinnu að kvöldi til.

Tilefnið núna var að halda upp á sjötugsafmæli ömmu á veitingastaðnum Madonnu.

Þetta var notaleg kvöldstund með henni og börnum hennar og mökum þeirra. Ég var fulltrúi barnabarnanna (þeirra elstur) og auðvitað var Sigurrós mér við hlið. Ekki var svo verra að mamma og Teddi buðu okkur þannig að kvöldið létti ekki í pyngjunni.

Í dag féll eitt af stærri liðum Bretlands niður í aðra deildina (sem áður hét þriðja deildin). Þetta eru mínir menn í Sheffield Wednesday. Öll nótt er þó ekki úti þó að svona hafi farið. Manchester City var fyrir stuttu í þessari stöðu en náði að hreinsa til og byggja upp og er nú í þokkalegum málum í úrvalsdeildinni (áður nefnd fyrsta deildin). Það er vonandi að mínir menn taki sér það til fyrirmyndar.

Tengill dagsins er á grein um líklega mesta internet land Evrópu, Eistland.

Comments are closed.