Matti er með vökult auga með dagbókinni minni og svarar tveim síðustu færslum mínum hjá sér, og auðvitað stenst ég ekki mátið og svara fyrir mig, hann svarar og ég svara aftur. Svo er Ragnar þarna líka að tjá sig. Við Matti erum víst orðnir duglegir að ræða málin á hinum ýmsu athugasemdakerfum, það kemur kannski að því að ég spyrji hann hvernig honum tókst að slípa af sér kílóin, ég hef reyndar ekki farið yfir 91 kíló en það er þó 15 kílóum of mikið miðað við þá gömlu góðu daga þegar ég var upp á mitt besta.
Stríð er annars ekki tölfræði, 1.300 eða 30.000 látnir eru bara tölur. Ég er bara svo mikill einstaklingshyggjumaður að mér finnst hvert líf verðmætara en svo að því megi fórna sem peði í refskák pappírspésa.
Annars er allt enn brjálað á götum úti í Írak þó að ástandið fari örlítið skánandi hér og þar, það er víst orðið svo lítið eftir til að ræna hvort sem er.
Looting decreases in Iraq cities, but there is not much left to take
Thieves of Baghdad Iraq’s suffering continues unabated
Red Cross workers desperate
Protests as looting in capital goes unchecked
Í dag komst hins vegar internettengingin við Íslandssíma í gagnið, það hefði þó verið skemmtilegra ef maður hefði verið látinn vita af því að búið væri að ýta á takkann í símstöðinni.
Ég mun ekki sakna símtalanna við svörtu hítina sem nefnist 800 7000 í daglegu tali.
Þetta er annars búinn að vera voðalega mikill mánudagur í dag, langt síðan að ég upplifði svona pirrandi dag. Sveiattans Java að gera manni lífið leitt, fartalvan orðin sambandslítil við náttúrulega lyklaborðið mitt og rafmagnsleiðslan farin að detta út við minnsta hnjask.
Ég komst þó loksins á sumardekkin og spæni því ekki malbikið upp fyrr en í lok haustsins.
Í gærkveldi náði ég svo loksins að gefa mér tíma til að lesa bókina Acts of the Apostles. Þetta er bók sem sækir sitthvað til 1984 og Brave New World en byggir á genabreytingum og nanóvélmennum, varpar upp nokkrum skuggalegum möguleikum sem verða brátt á færi okkar að nota. Fínasta lesning.