Eyland á netinu

ADSL-tengingin okkar frá Símneti á það til að detta út og hrökkva aftur inn nokkrum tímum síðar, afskaplega bagalegt og oft mjög ergilegt þegar maður er að leita heimilda á netinu.

Áðan kom þetta fyrir, nú erum við komin með nokkurs konar samband en þessa stundina virðist DNS-þjónustan (sem breytir www.betra.is í 194.105.235.181 til dæmis) hjá Simnet ekki virka þannig að ég kemst aðeins inn á örfáar útvaldar síður (líklega DNS cache í Windows?). Við erum því bjargarlaus á smá eylandi og komumst á fáa staði.

Sí-tengingin okkar er því ekki að standa undir nafni, stundum-tenging er óþjálla en nær sanni. Símnet er að verða vafasamur aðili til að treysta á, þar sem við erum ekki háð þeim með póst eða vef er minnsta mál í heimi fyrir okkur að skipta bara eitthvað annað.

Comments are closed.