Sigurrós fékk eintak af launatöflu kennara í dag, rannsóknir hennar leiddu í ljós að henni verður mismunað vegna aldurs og mun fá laun óháð getu. Svona fyrirkomulag er víst víða í opinbera geiranum, þar er það lífaldur en ekki starfsaldur eða geta sem skiptir mestu máli.
Pravda voru ekki hrifnir af tilraunum Colin Powell til að sýna fram á að Írakar væru stórhættulegir og að það ætti að ráðast á þá hið snarasta. Ekki hrifnir er reyndar “understatement”, þeir tæta hann og félaga hans í sig.
Framtaksamir einstaklingar hafa svo smellt upp vef þar sem þeir mælast til þess að nefnd verði send til að skoða stöðu gjöreyðingarvopna í Bandaríkjunum. Tilvitnun í einn gestanna sem er Bandaríkjamaður:
“How can anyone accuse the U.S. of being a rogue nation? Just because we have illegally asssassinated (or attempted), jailed or deposed legimately elected heads of state in Haiti, Panama, Iran, the Dominican Republic, Viet Nam, and more? “
-Steve Garcia Cary IL
Meira af pólitíkinni, alveg fyrirtaks grein á Huga þar sem eðli einstaklingsfrelsis er borið saman við það sem Sjálfstæðismenn boða.