Best að byrja á stuttsögu sem segir frá því hvernig allir fara á taugum þegar að uppsagnir eru yfirvofandi, það eru margir sem eru á nálum þessa dagana.
Dick Cheney, hinn hjartveiki varaforseti Bandaríkjanna og grunaður fjárglæframaður, var meðal ræðumanna á ráðstefnu sem að CPAC hélt, þessi frásögn er þaðan og sýnir hvers konar argandi afturhaldsseggir sitja við katlana í Washington. Hægt er að lesa greinina alla ef horft er á 15-sekúndna auglýsingu, sú auglýsing opnar læstan hluta Salon í einn sólarhring. Ekki slæm skipti.
Meira frá Salon, að þessu sinni heldur gleðilegra efni, tveir feðgar sem eru framarlega í tónlistarmálum í Bandaríkjunum skrifa hér afar vandaða grein um það hvernig Kaaza og skyld forrit geta bjargað tónlistariðnaðinum. Vönduð grein og góð lesning.
Endum þetta á aðeins spaugilegri nótum þó að meiðsli séu það sjaldnast. This is London tók saman nokkur ævintýraleg meiðsli sem atvinnumenn í knattspyrnu hafa lent í, þarna er til dæmis á listanum fjarstýring sem fór illa með einn og ruslafata sem tók annan úr umferð.