Til að kúpla mig aðeins út úr öllu þessu tölvuveseni ákvað ég að lesa bók í gær sem ég fékk í jólagjöf en hefur þurft að bíða vegna anna. Þetta var Power of Three, bók í unglingar/ævintýraheimur huldufólks og manna – geiranum. Ágætis lesning.
Las líka nokkrar strumpabækur sem við eigum. Þeir klikka aldrei.
Ef ég væri duglegri í eldhúsinu gæti ég kannski verið með svona neyðarlínu fyrir matargerð sem tekjulind.
Það er stutt síðan að Frakkar lögðu niður dauðarefsingar, 1981 voru þær afnumdar en síðasta aftakan fór fram 1977. Böðull sem svipti 395 manns lífi hélt nákvæmar dagbækur yfir öll embættisverk sín og eru þær nú á uppboði.