Flutti mig um set í dag, vinnutalva (talva), stóll og meðfylgjandi fóru nú yfir í D-bilið. Held að þar með sé ég endanlega búinn að slá metið í að flytja á milli þessara rýma (A, B, C og D). Þegar flutningum lauk var hafist handa í lokaverkefninu.
Rakst á mjög skemmtilega uppskrift að bók sem myndi bera heitið Dating for Geeks in a Nutshell ef að hún væri gefin út. Margir skemmtilegir punktar þarna, hvort sem lesendur eru að leita eður ei.
Nú er ár geitarinnar/kindarinnar að hefjast í Kína og eru lambakrullur hugsanlega að fara að slá í gegn. Kínverska notar eins og margir vita ekki bókstafi heldur tákn yfir hluti, einfölduð kínverska sem er mest notuð í dag hefur að geyma þúsundir tákna en hefðbundin kínverska er mun ítarlegri. Til að spara tákn hafa þeir því slegið saman sumum heitum, geit og kind eru skrifuð á sama hátt sem getur leitt til smá misskilnings.
Annars er elsta stjörnukort sem hefur fundist 32.500 ára gamalt, ekki kemur fram þar hvaða stjörnumerki voru við lýði þá.