Heimsfréttirnar

Indverjum fjölgar afskaplega ört og til þess að reyna að stemma stigu við því geta menn nú fengið nýtt reiðhjól ef þeir láta kippa sér úr sambandi.

Rússum fer hins vegar fækkandi, mjög umdeilanleg kenning er sett fram hér varðandi ástæður þess.

Meira af Rússum, ungur maður slapp líklega með skrekkinn þegar hann frysti vininn við biðskýli þar sem hann var að míga eftir kráarferð, ekki hefur spurst frekar til hans síðan hann forðaði sér eftir björgunina.

Í Hong Kong er það víst brottrekstrarsök að lita hárið á sér ljóst. Þetta fékk lögreglukona þar í landi að reyna þar sem hún mætti með nýju klippinguna og litinn til vinnu.

Ef við lítum vestur um haf fáum við frétt af manni sem að sat inni í 29 ár vegna rúðubrots. Grey karlinn hvarf í kerfinu og er loksins núna, næstum áttræður að aldri, laus úr prísundinni.

Önnur frétt að vestan er um grey konuna sem fékk fótlegg látins föður síns sendan í kælikassa. Hún fer nú í mál og vill skaðabætur vegna andlegs áfalls sem hún varð fyrir vegna þessa (enda óhuggulegt að fá líkamshluta látinna senda heim til sín óumbeðið).

Frá Vesturheimi kemur líka þetta skemmtilega ádeilubréf, prófessorinn sem reit það tók saman nokkra góða punkta um Íraksáhuga Bush-feðga og setti í búning nígerísks ruslpósts sem að allir hafa án efa fengið.

Ef við lítum okkur nær þá eru breskir bændur frekar óhressir með það að vera núna skikkaðir til þess að sjá svínum sínum fyrir leikföngum. Mér finnst þetta reyndar ekki eins vitlaust og þeim, ánægt svínakjöt er gott svínakjöt!

Örlitlu sunnar fréttum við af traktor sem að á víst að hafa mælst á 100 km hraða á gatnamótum. Bóndinn kannast ekkert við málið enda aldrei farið hraðar en á 8 km hraða á klukkustund hingað til á gripnum.

Úr tækniheiminum kemur svo þessi litla elska, heimagræjur í fínasta tölvukassa á kjaraverði.

Færslu dagsins lýkur með einni góðri myndasögu með víkingnum Hrolli.

Comments are closed.