Partý partý

Föstudagskvöldið var notað í að samfagna frænku Sigurrósar, sem varð 39b ára, og hélt upp á það með fjölda fólks á heimili sínu. Fékk mér 3 rauðvínsglös, svona aðeins til að hita upp fyrir kvöldið í kvöld, en þá ætlum við Sigurrós að fagna eins árs trúlofunarafmæli okkar (sem er raunar á morgun en hún er að vinna þá).

Matseðillinn samanstendur af piparsteik með bökuðum kartöflum í aðalrétt, og enska ostaköku í eftirrétt. Að sjálfsögðu verður rauðvín haft um hönd, það er ekki svo oft sem að maður gerir sér svona glaðan dag.

Comments are closed.