Tveir pakkar!

Þar sem ég var á leiðinni út á fund í kvöld mætti ég póstsendli sem var með tvo pakka til mín! Reyndar vissi ég vel af því að þeir voru á leiðinni, pantaði bækur og fleira á Amazon.com og Amazon.co.uk og hitti svona vel á að þeir komu sama dag.

Þá er leslistinn af bókum sem ekki eru skólabækur orðinn myndarlegur, reyndar ekki líklegt að ég byrji á þeim fyrr en eftir lokaverkefnið, nema ég lesi eins og eina á morgun…

Vægi tölvuleikja í afþreyingarmenningu nútímamanna er sífellt að fá meiri viðurkenningu, nú eru Bretar farnir að vera með alvöru “atvinnumanna”mót.

Comments are closed.