Fyrsti eftir próf

Já nú er ég eiginlega orðlaus. Eftir að Halldór Ásgrímsson og fleiri pólitíkusar hafa varað við hryðjuverkaárásum á Ísland (sem ég tek mjög mátulega trúanlega) þá sendir Ástþór Magnússon tilkynningu um að slík árás sé einmitt orðin líkleg og Friður 2000 hafi sterkan grun um það. Auðvitað gengur ekki í svona nútíma einræðisríki eins og Íslandi að aðrir en kjörnir embættismenn segi svona bull og vitleysu og því er grey Ástþór hnepptur í gæsluvarðhald og húsleit gerð á heimili hans. Þessi aðvörun hans er nefnilega talin sem hótun af yfirvöldum!

Nú er ég alveg orðinn orðlaus, mannréttindabrot og tjáningarhamlanir eru orðin raunveruleikinn á Íslandi. Eru mennirnir við stjórnvölinn orðnir vanheilir á geði? Á ég á hættu húsleit fyrir að velta því einu sinni fyrir mér?

Áhugavert:

  • Girls leveling the soccer field — one boy at a time
  • Gullkorn frá Halldóri Ásgrímssyni
  • Comments are closed.