Próf og fleira

Prófið í gær gekk sæmilega, ég er voðalega lélegur samt í því að skrifa kóða á blað. Réttur maður, rangt umhverfi. Á morgun er svo seinna prófið, klukkan 9 á laugardagsmorgni.

Vísindamaður brennir félagann með fartölvu. Kjöltutalva (laptop) er einmitt kolvitlaust heiti, það situr enginn með sjóðandi ketil í kjöltunni er það nokkuð? Verða viðbjóðslega heitar, ég hef oftast stóra og þykka bók undir ef ég sit með mína í fanginu og kemst hitinn þó að hluta í gegn.

Eru fjölskyldu- og vinatengsl þín í lagi eða veit enginn að þú sért til? Mun einhver ganga fram á lík þitt þremur árum eftir dauða þinn af tilviljun?

Það er ekki alveg útséð með að Chirac sleppi með að bruðla almannafé Parísarbúa í kokka og kræsingar. Karlinn er gjörspilltur eins og sannanir sýna, og alls ekki með á nótunum eins og sést í beinum útsendingum þar sem hann þruglar.

Augað sér það sem það vill sjá, sjá þessar sjónhverfingar.

Góð grein um lyganetið sem umlykur NATO, áróður og sannleikur eru eins og eldur og vatn, nema hvað að erfiðara að slökkva áróður en eld.

Comments are closed.