Af íslenskum aumingjum

Ég frussaði næstum morgunmatnum þegar ég las dómana yfir kynferðisafbrotamönnum og þjófum í Fréttablaðinu í dag. Kristján Kormákur skrifaði fínt lesendabréf af þessu tilefni sem ég er sammála, eins og má sjá í eldri færslum mínum.

Þjófur sem stal 5 lambalærum, geislaspilara og 2 bílum fékk árs fangelsi, óskilorðsbundið. Maður sem nauðgaði þremur ungum stúlkum fær 15 mánuði, þar af 12 skilorðsbundna, hefði hann stolið lambalæri hefði hann hins vegar setið í því.

Íslenskir dómarar eiga að skammast sín allir sem einn þegar að líf ungra barna eru minna metin en lambalæri!

Ég endurtek fyrri orð mín um íslenska dómara, AUMINGJAR! Við þetta bæti ég mannhundar og ómenni. Þeir eru greinilega með allt annað verðmætamat en aðrir Íslendingar (fyrir utan nauðgarana) og því klárlega óhæfir. Ég er ekki að segja að múgæsing eigi að ráða refsingu, bara að refsingar taki mið af brotunum sem eru framin. Dómar fyrir ofbeldisbrot eru minni en fyrir þjófnað, hvað verðmætamat gefur það í skyn?


Af erlendum aumingjum má geta þess að Michael Jackson heldur áfram að láta aðra vorkenna börnum hans með fáránlegum uppátækjum sínum. Börnin gætu endað sem veruleikafirrtir íslenskir dómarar með þessu áframhaldi.

Af svínum í dýraríkinu er það að frétta að grísir una sér hvergi betur en í vatnsrúmum, svo segja þýskir vísindamenn sem eru að reyna að koma í veg fyrir unggrísadauða.

Þyrlubjörgunarsveitir í Kanada ætla ekki að linna látum enda brýnt mál á ferðinni. Þeir fljúga 40 ára gömlum þyrlum sem eru orðnar úr sér gengnar og hafa krafist betri tóla lengi vel. Nýjasta útspilið er að nota lagið “Seasons in the Sun” og breyta textanum aðeins… vanhæfni stjórnmálamanna er yfirgripsmikil (svo ég noti orð þekkts stjórnmálamanns).

Comments are closed.