Horfði á Silfur Egils í dag og var kominn að því að berja Björn Bjarnason fyrir að vera svona vitlaus og leiðinlegur. Henti fram ósönnum fullyrðingum, svaraði mótrökum með því að það væri ekki til umræðu eða það væri ekki kjarni málsins eða að þeim aðila væri nú ekki treystandi. “Nóg til af vitleysingum sem segja ýmsa hluti” sagði hann (ekki orðrétt.. man ekki nákvæma orðaröð) og held ég að sjaldan hafi honum sjálfum verið lýst eins vel. Ef ég væri mamma hans hefði ég tekið í hnakkadrambið á honum og hent inn í herbergi, sagt honum að koma ekki út fyrr en hann gæti hagað sér eins og maður. Gjörsamlega óviðræðuhæfur, haldinn þeim vonda sið að halda að maður vinni umræður með því að grípa fram í fyrir viðmælendum. Steingrímur Sigfússon má eiga það að hann leyfði Birni alltaf að tala út, Björn er alveg ófær um þannig lágmarkskurteisi.
Birni er jafnframt bent á að rétt er að nota ý þegar skrifað er “borg og bý”, bí kannast ég bara við sem hluta af textanum í Bí bí og blaka, BÍ er svo Boltafélag Ísafjarðar.
Hversu margir Falun Gong liðar ætli séu á svörtum lista Bandaríkjastjórnar sem inniheldur til dæmis fréttamenn og nunnur? Hversu mörgum Íslendingum hefur ríkisstjórn Davíðs Oddssonar svo bætt við á listann? McCarthy lifir góðu lífi í hugum veruleikafirrtra ráðamanna.