Aldurinn færist yfir

Í dag ná Örn og Valur mér loksins í aldri, árin orðin 27 sem er auðvitað bara misskilningur á milli okkar og Móður Náttúru.

Vaknaði hitalaus í morgun sem var gleðiefni, leið ágætlega fram eftir degi eða þangað til að ég fór að ryksuga. Þá fór mér að verða óglatt og eftir því sem liðið hefur á kvöldið hefur magakveisa verið að bæra á sér. Ég hef nú ryksugað áður þannig að þetta er ekki ofnæmi gegn húsverkum sem sumir karlmenn segjast hafa.

Undarlegasta frétt dagsins er konan sem beit manninn sinn til bana. Karlanginn (65 ára) neitaði víst að eiga mök við konu sína (45 ára) og hún bara trylltist og beit hann 20 sinnum.

Þegar að Bigfoot-æðið er dáið niður í Bandaríkjunum þá er bara málið að koma með nýja furðuskepnu, ætli það sé ekki hægt að kala það Bigwing? Núna berast sumsé fréttir frá Alaska af risafugli sem er sagður á stærð við einkaflugvél.

Miroslav Blazevic sem er fyrrum landsliðsþjálfari Króatíu og núverandi þjálfari Dinamo Zagreb er með nýja taktík til að halda mönnum sínum í andlegu jafnvægi. Hann ætlar eiginlega að gera liðið sitt að kirkjusókn, hefur farið fram á það við erkibiskupinn að prestur verði skipaður sem fylgi liðinu hvert sem það fer. Ætli það séu ekki um 30 manns í liðinu, svipað margir og einstaka kirkjusóknir á Vestfjörðum hafa haft undanfarið.

Comments are closed.