Ég legg nú fæð á frægasta bloggara landsins, ekki var ég fyrr búinn að lesa um veikindi hans en mig fór að svima og finn ég nú að gubbupest er í startholunum, greip til þess örþrifaráðs að fá mér sykurleðjuna sem ber nafnið kók bara til þess að geta komist heim úr skólanum án þess að æla.
Aðalmínusinn við það þegar ég verð veikur er ekki það að mér sé óglatt og þurfi að dytta að ýmsum líkamlegum fylgikvillum, aðalmínusinn er sá að það þarf ekki nema örfáar kommur til þess að ég verði gjörsamlega að zombie, get ekki lesið eða gert neitt vitrænt, hef ekki einu sinni athyglisgáfu til að gera neitt í tölvunni. Ég hata það að vera því eins og vofa sem ráfar um en getur ekkert gert nema beðið þess að leggjast til svefns þegar haninn gólar (eða í mínu tilfelli þegar dagur er að kveldi kominn).
Húsráð dagsins er að loka alltaf klósettum, annars getið þið lent í því að detta og festa hendina ofan í slíku, sem er vafalaust mjög vont sem og neyðarlegt.