Tilraunaeldhús Betrabóls

Í gærkveldi héldu matartilraunir áfram, núna bútaði Sigurrós niður 2 banana og 2 konfektepli, setti í pott ásamt ananas (úr lítilli dós) og kjúklingi í bitum (eldaður, skorinn og settur í frysti fyrir stuttu síðan) sem og sósu. Útkoman var ágætis ávaxtakjúklingur. Ætlum að fínstilla hráefnið aðeins og bæta fleiru við áður en uppskriftin er gerð þjóðkunn.

Comments are closed.