Í dag á ég afmæli og þar með á dagbókin mín líka afmæli. Hún er nú eins árs á meðan að ég er all nokkru eldri. Dagókin er að reynast vel, ég er með gott minni en það er einn galli við það. Það raðar ekki í tímaröð. Fyrir mér er allt sem er búið “um daginn” hvort sem að það eru nokkur ár eða nokkrir dagar. Þegar ég minnist þess að hafa gert eitthvað um daginn kemur fyrir að nákominn aðili snýr sér að mér og segir “það eru þrjú ár síðan!”. Þar mun dagbókin verða ómissandi.
Undanfarið ár er búið að vera líklega viðburðarríkasta árið hingað til, held að ég geri það upp á eftir…