Trúin flytur skilaboð

Þetta er 365ta færslan í dagbókinni minni. Ég hef nú haldið dagbók í heilt ár án þess að missa dag úr. Kannski ég grafi upp gullmola og tengi á þá á morgun.

Slúttaði kvöldinu með því að berja ADSL router litla bróður í gang. Kalli og Kristinn hjá Gagnaflutningsdeild fá þakkir fyrir veitta aðstoð. Til að spara öðrum vesenið setti ég leiðbeiningarnar á netið. Ég gerði reyndar gott betur, þetta var fyrsta færslan á hjálp.betra.is, sem að ég ætla að setja svona fróðleikskorn inn á.

Plús dagsins fá MS fyrir liðlega þjónustu þegar að smá LGG+ klikk kom upp hjá okkur.

Það mátti svo sem vita það, eftir smá umræður í gær um kirkjuna þá er ég farinn að fá ruslpóst með spádómum! Er farinn að fá tonn af ruslpósti núna á hverjum degi en aldrei fyrr hef ég fengið spádóma frá spámanni. Þar fordæmir hann vestræn ríki fyrir að vilja gefa eitthvað til Palestínumanna, Palestínumenn réðust víst inn í Ísrael 1917! Sögubækurnar mínar og hans Elijah stemma ekki alveg hvað þetta varðar. Sjá má mynd af kallinum og lesa fleiri snilldarkorn frá honum hérna.

Áhugavert:

  • Roy Keane er glæpamaður
  • Comments are closed.