Á þúsund daga fresti

Fór í dag í verslunarferð, sem er í frásögur færandi þar sem ég fór að versla mér föt. Það gerist á 3 ára fresti að meðaltali. Eftir að hafa urrað á afgreiðslumanninn í Herra Hafnarfirði í Kringlunni, en þar voru aðeins seldar ýmist útvíðar buxur eða jafnbreiðar (eins og ökklinn þurfi jafn mikið pláss og lærin…) og gengið hring um aðrar búðir sem að seldu að því er virðist aðeins gallabuxur, reyndar í mörgum útgáfum, endaði för mín í Dressmann þar sem ég fann svona fínni hversdagsbuxur sem að voru nokkuð eðlilegar í háttum og pössuðu fínt á mig. Gulldebetkortið mitt var því næst vígt með því að strauja á það tvenn pör af þessum buxum.

Þetta tískudæmi er annars alveg óþolandi, ef að fólk vill klæða sig eftir því hvað einhverjir ruglaðir menn í útlöndum ákveða þá er það þess mál, en ef að verslanir höfða bara til svona liðs þá er bókað að ég versla ekki þar. Það dræpi nú varla að hafa eins og örfá föt sem eru nokkuð normal og svipuð frá ári til árs.

Moby kallinn mælir oft satt orð af munni. Gullkornið frá honum um in the future we’re all going to regret this period in music where our tastes were determinedby 11 year old girls and wrestling fans er rétt að mörgu leyti. Vandamálið eru heilalausu idjótarnir sem að eru í stjórnunarstöðum hjá fjölmiðlum og halda að þeir séu guðir. Aðeins listamenn frá risaútgefendum komast á lagalistann, aðrir eru hunsaðir. Skítur flýtur.

Kláraði í dag að lesa enn eina Tom Holt bókina, Nothing But Blue Skies. Satíra, fyndni, þjóðfélagsádeila og gagnrýnin sýn á okkur mennina sem að gerum allt erfiðara en það þarf að vera.

Áhugavert:

  • The happiest victim of theft – ever
  • Sögubækurnar munu dæma okkur öll fyrir aðgerðir Ísraelsmanna
  • Comments are closed.