Google með allra ljótasta móti í dag, þeir skipta oft um aðalmyndina sem er í hausnum svona til að vera í takt við það sem er í gangi þann daginn (fótboltaþema þegar HM var, Ólympíuþema, þjóðhátíðir nokkura landa, afmælisdagar listamanna), en í dag er viðbjóður þar, þessi mynd sem er forljót.
Kvöldið fór í tölvuvesen fyrir litla bróður, ljósu punktarnir voru þeir að skjákortið fór að haga sér siðsamlega, en dökku punktarnir þeir að 3 tíma törn við að reyna að stilla ADSL-router skilaði akkúrat engu. Svo er nýja 256MB vinnsluminnið hans nú að spila sig lítið og kannast bara við að vera 128MB. Hvorugur dökku punktana verður liðinn, þeim verður kippt í hann.