Fjármálamál

Kláraði í gærkveldi The Road to Mars eftir Eric Idle, Monty Pythonmann. Áhugaverð bók, samsærisplott er sett í pott með með fræðilegri tilraun vélmennis til að skilja húmor og gamanleik. Talsverðar pælingar í sögunni, talsverð írónía, talsvert grín, nokkrir fimmaurabrandarar og meira til. Fín lesning, gæti kíkt á annað frá Idle við tækifæri.

Nú eru 11 dagar þar til að við greiðum lokagreiðsluna fyrir íbúðina, því var farið af stað í dag að redda hinu og þessu. Á nú von á gullkortum, debet og kredit, bankinn sendi mér einmitt í síðustu viku boð þess efnis að þeir vildu fá mig í Sérkjör, enda skilvís með afbrigðum. Eins gott að maður vinnur með námi, námslán næðu aldrei aldrei aldrei að dekka húsnæðiskaup, nám og fæði. Sums staðar meta þjóðfélög námsfólk það mikið að það fær í rauninni laun fyrir að stunda vinnu. Eitthvað sem að við ættum að líta á, því hærra menntunarstig, þeim meiri þjóðarframleiðsla og hagvöxtur.

Í kvöld litu tveir frændur Sigurrósar við, þeir Bjarki og Unnsteinn. Bjarka tókst að troðast í gegnum þrautirnar á Harry Potter DVD-disknum þannig að við fengum að sjá 7 atriði sem ekki voru í myndinni. Það var samt ekki verið að gera þetta voðalega auðvelt.

Áhugavert:

  • Salon.com grabs a lifeline
  • Grein frá mér á Huga/windows
  • Comments are closed.