Þingvellir og dýrlingar

Við skötuhjúin fórum í “haustlitaferð” til Þingvalla í dag, og gengum meðal annars Almannagjá. Við vorum íklædd Lowe Alpine bolum og flíspeysum, að auki var gripið til dúnúlpnanna þegar að á staðinn var komið, og húfur og hanskar dregin á viðeigandi staði.

Það var nefnilega skuggalega kalt, hitamælar sögðu 7°C en það var svo hvasst að kuldinn var vel fyrir neðan frostmark. Engu að síður fundum við okkur bekk í laut við Þingvallavatn og skemmtum okkur ágætlega í köldustu lautarferð (picnic) sem við höfum farið í (síðasta lautarferð var í Frakklandi, og þar leituðum við dauðaleit að skugga til að skýla okkur frá sólinni). Íklædd ofantöldu og meiru til átum við okkar tómatbrauð og kryddbrauð frá Jóa Fel og drukkum Oranginu með. Síðan flúðum við inní bíl, lögðum honum á stað með útsýni yfir vatnið og Þingvallabæ og fengum okkur íslenskt snakk og franskt kex. Loks héldum við heim á leið, köld og ánægð eftir hressandi og skemmtilega útivist.

Á heimleiðinni komum við við á Laugarásvídeó, og tókum þar að ráði Gunnars (annars eigenda) myndina Boondock Saints. Myndin var hin besta skemmtun, samlíkingin við Trainspotting og Pulp Fiction var ekki svo galin.

Kvöldmaturinn var kínamatur, ég fékk mér eggjanúðlur með kjúklingi og Sigurrós fékk sér svínakjöt í ostrusósu. Bæði átum við yfir okkur enda einstaklega gott. Ostakaka í eftirrétt á meðan að horft var á myndina og svo kláruðum við snakkið. Skemmtilegur dagur fyrir bragðlaukana.

Áhugavert lesefni:

Comments are closed.