Kaupdagur

Fórum í dag að eyða fullt af peningum, sem við eigum reyndar. Fórum í Rönning og keyptum þar þvottavél, því næst í TM Húsgögn að versla símaskenk, þar næst var það lampi í man-ekki-hvaða-verslun og svo sitthvað smálegt að auki.

Heildarútgjöld dagsins tæp 60 þúsund hugsa ég.

Grey kallinn hann Fossett, loksins þegar að honum tókst að fara umhverfis heiminn í loftbelg, þá gat hann ekki lent aftur!

Er Óli Njáll maðurinn sem stóð fyrir þessu ostaveseni? Fimm ár síðan að ég var á Ávaxtalager Hagkaups í Skeifunni (nú Nýtt og ferskt í Skútuvoginum) og sá þá meðal annars um allar ostasendingar. Lenti illa í því í eitt skiptið þegar að bretti með Blue Castle gráðosti kom í leitirnar eftir að hafa flakkað um í nokkrar vikur. Þegar að ég tók lokið ofan af gaus upp s k e l f i l e g a s t a lykt sem ég hef á ævi minni fundið. Vitni sóru að ég hefði orðið grænn í framan og ég efast ekkert um það. Þetta bretti var svo hulið segldúk og geymt í kæli og svo hent eftir að tryggingafulltrúi hafði komið í 10 metra radíus. Brettið hafði lent aftan í sendibíl og flakkað um í fleiri vikur án kælingar, ég lifði af og það skiptir mestu.

Áhugavert:

  • Samkeppnisráð ógildir yfirlýsingu tölvufyrirtækis
  • Innocent nature endangers Ronaldo
  • Comments are closed.