Gagnaskipunarpróf – Terra Nova ferð

Fór í lokaprófið (það er ef ég næ…) í Gagnaskipan áðan. Var nokkuð strembið en ég er vongóður um að hafa náð. Strax eftir prófið skaust ég svo í ferð hjá Terra Nova, Sigurrós skipulagði starfsmannaferð í Go-Kart og Bláa Lónið og ferðinni lauk á American Style. Tímasetningar stóðust auðvitað hjá henni, enda er Sigurrós mjög skipulögð. Go-kartið var bráðskemmtilegt, ekki farið í svona síðan þetta var í Tívolíinu í Hveragerði fyrir 10-15 árum síðan. Varð í þriðja sæti af níu í fyrri ferðinni, og svo fjórða af fimm í seinni ferðinni. Fyrsta beygjan var að hvekkja mig, skörp 180° beygja sem ég á eftir að læra á. Mjög svo til í að fara í þetta aftur, en 2.000 kr. (almennt verð) er frekar dýrt fyrir 10 mínútur þó að skemmtilegt sé.

Ég er að spöglera að grafa upp kvittanirnar mínar, hef nú keypt all mikið af bókum erlendis frá. Fréttastofa RÚV er svartsýn á að ríkið greiði einstaklingum þessa blóðpeninga til baka þó þar sem að

Ólíklegt er þó talið að endurkröfur komi á ríkið vegna oftekinna skatta, því einstaklingar hafi sjaldnast sannanir fyrir ofgreiðslu skatts. (Textavarpið 01.07.2002)

Hljómar að sumu leyti eins og múslimsku lögin þar sem kona þarf að hafa 4 fullorðna karlmenn sem vitni að nauðgun til að hún geti kært. Ríkið ríður þér aftan frá og af því að þú tókst ekki ljósmynd þá geturðu ekki kært það… ég vona innilega að allir eigi kvittanirnar sínar og taki núna niður um brækurnar á tollurunum.

Bandaríkjamenn gera nú sitt allra besta til þess að bæta olíu á eldinn í Palestínu. Nýjasta bragðið hjá þeim er að neita að ræða frekar við réttkjörinn þjóðhöfðingja Palestínumanna, þeim finnst hann víst gallaður. Þetta er mjög áhugavert í ljósi þess að aðrir gallagripir, nefnum til dæmis yfirmenn í Kína, herforingja í fjölmörgum löndum og svo Saddam Hussein áður en hann réðst á Kúvæt, hafa verið aufúsugestir hjá mönnum í Washington. Ef þeir eru farnir að hætta að ræða við gallagripina, ætli Davíð sé þá ekki næstur á listanum?

Hlusta stundum á BBC World Service í bílnum, og heyrði í dag frétt frá Hong Kong. Það er nú orðið kínverskt svæði og þar er nú hægt og bítandi verið að draga úr til dæmis tjáningarfrelsi. Þar var til að mynda talað um friðsamleg mótmæli Falun Gong-liða fyrir utan kínverska sendiráðið. Mótmælendur voru að sjálfsögðu handteknir fyrir dirfskuna og sæta nú allir kæru fyrir að hinda umferð gangandi vegfarenda (en gangstétt þessi er víst fleiri metrar á breidd og því nóg pláss á henni). Orðin sem að kínverski embættismaðurinn lét falla um þetta hljómuðu alveg eins og ruglið sem að Davíð lét út úr sér. Einnig var í fréttinni minnst á svartan lista frá kínverskum stjórnvöldum, Davíð vildi ekki segja hvaðan svarti listinn hans kom (sem er væntanlega lögbrot á upplýsingalöggjöfinni?) en getur einhver efast um að hann hafi komið beint frá Kína?

Áhugavert:

  • US vetoes new UN Bosnia mission
  • United States air force has mistakenly bombed a village wedding party, killing many of the guests
  • Comments are closed.