Aftur í boltanum

Vorum að spila æfingaleik, þolið hjá mér sem var nú ekki upp á marga fiska hefur ekki aukist eftir Frakklandsferðina. Fann fyrir því núna þegar ég spilaði seinni hálfleik í hægri bakverði. Hitti fyrrum vinnufélaga minn sem að var einmitt hægri bakvörður hins liðsins, hann er núna rafvirki í Smáranum, og sagði mér að það yrði líklega að fresta opnuninni sem á að vera 10. október, þar sem að það er enn heilmikið að gera og þó eru 1200 manns þarna að vinna á hverjum degi. Þvílíkt bákn.

Áhugavert lesefni:

Comments are closed.