ADSL, hér kem ég

Skaust í verslun Símans í dag og festi þar kaup á ADSL-router. Pungaði út stórfé en verð bara að taka því, routerinn er nauðsyn.

Eftir vinnu var svo skipt um móðurborð í vefþjóninum, öðlingurinn Konni var þar að verki. Nýja móðurborðið er nákvæmlega eins og það sem fyrir var nema hvað að skipt hefur verið um alla þétta í því, þeir eru mun betri og stærri.

Er svo búinn að reyna að koma nýjasta tölvukríli heimilisins á laggirnar, það mun nefnast Kambur og verða í eigu tengdó. ATI Rage Pro skjákortið er að valda miklu veseni, ég þooooli ekki svona .dll rugl (vga.dll veldur bláskjássótt).

Comments are closed.