Próf: Stýrikerfi 1

Jæja, ætti nú að ná þessu prófi held ég. Var inni í rúma tvo tíma sem er seinni tíma met, enda mikið að skrifa. Þá er bara næst fimmtudagurinn þegar okkur er sett lokaverkefnið fyrir, og þriggja vikna törnin hefst.

Skruppum áðan að velja okkur nýjan síma, fyrri síminn minn dó víst án sjáanlegrar ástæðu þannig að við fórum með hann í viðgerð til Símans. Þar hvarf hann svo á undarlegan hátt, ekki fundist tangur né tetur af honum, þannig að okkur var boðið að koma og velja okkur nýjan. Okkur til mikilla vonbrigða var hvergi að finna þar svipaðan síma, hann var þráðlaus Doro með langt tól, fín stærð. Sættumst loks á að fá okkur InterLinc síma með 30 númera minni og einhverju aukadóti. Allir símarnir voru á stærð við gemsa, of litlir til að okkur geðjaðist að þeim jafnt og þeim gamla. Eitt sem mér finnst alger skandall, ekki hægt að heyra hringingarnar í símunum, þó ekki væri nema að setja á geisladisk hringingar símanna… hringingin skiptir máli. Mér er nokk sama hvort að símsvari er eða ekki, mér finnst skipta máli hvort að hringingarnar sem eru í boði séu ásættanlegar (sumir símar eru bara beint frá tónlistarsal helvítis).

Þórlindur ætti víst að skoða tímatöfluna aðeins betur, ég er búinn að plana júní út í gegn, vakna rúmlega 6 og horfi á leik klukkan 6.30 (sem er ekki mið nótt…), klukkan 9 og 11.30 (miður dagur!). Allir leikirnir voru komnir í dagbókina mína í byrjun árs!

Það eru greinilega fleiri en deCode sem vilja fá ríkisábyrgðir, nauðalíkt dæmi að gerast í Arizona.

Áhugavert:

  • Undarleg frétt (frá Kára)
  • Dulin auglýsing fyrir Oz?
  • Fjarvinna, goðsögn krufin
  • Internet vs marriage
  • Snilld!
  • Harður heimur tónlistarinnar
  • Comments are closed.