Heimkoma

Við heimkomuna biðu Ragna og Haukur eftir okkur og keyrðu okkur heim. Við sváfum svo út, en Sigurrós mætti í tíma eftir hádegi. Hún hafði misst af 3 fyrstu skóladögunum (og tíma í morgun) en það gerði lítið til.

Þetta var skemmtileg ferð, en það er alltaf gaman að komast heim í kunnuglegt umhverfi þar sem maður skilur hvernig hlutirnir virka og er vanur þeim.

Myndir verður svo hægt að finna hjá Sigurrós í náinni framtíð.

Í fríhöfninni á leiðinni út keypti ég mér 3 geisladiska, þeir voru Generalisation frá Midfield General, Rooty frá Basement Jaxx og Feng Shui frá Q-Burns Abstract Message.

Diskarnir voru fínir, á Feng Shui var reyndar lagið Á.S.T. sem mér fannst skelfilega leiðinlegt lag, og Daníel Ágúst að gera vonda hluti í því.

Eftir ársleit hef ég ákveðið að gefast upp á að finna fyrsta House of Pain diskinn, sem að gufaði upp. Pantaði nú annað eintak af honum á netinu, þetta var fyrsti diskurinn sem að ég eignaðist eftir þungarokksskeiðið (átti Iron Maiden, Artch og Metallicu diska.. löngu horfnir nú) og varð kveikjan að myndarlegu safni mínu.

Comments are closed.