Páskafrí

Fínt að fá fimm daga helgi til að slappa af eftir skólatörnina. Langt síðan að ég ruddi út úr mér orðaflaumi hér á síðunni… ekkert sem hefur æst mig nógu mikið upp líklega. Ég er svo mikill rólyndismaður.

Staðan á bankareikningnum núna er reyndar glæsileg, 2.2 milljónir. Milljónirnar eru hins vegar á leið í útborgun eftir helgina, og eru að auki aðeins í láni frá lífeyrissjóðnum. Kannski ekki eins glæsileg staða og fyrst leit út fyrir.

Áhugavert:

  • Bubbles kaka
  • The Internet, volume one
  • Comments are closed.